top of page

UM ELSU BÁRU

Elsa Bára lauk Cand.psych. námi frá Háskólanum í Árósum 2003 og hóf störf sem sálfræðingur í Danmörku. 

Í starfsnáminu og að lokinni útskrift vann hún í vettvangsgeðteymi sem sinnti fólki í heimahúsi með langvinna geðsjúkdóma og einnig í búsetukjarna fyrir fólk með geðraskanir og fíknivanda. 

 

Ofbeldismeðferð í fangelsi

Í þrjú ár frá 2004 starfaði Elsa Bára í lokuðu fangelsi í Danmörku og bar ábyrgð á sérhæfðu ofbeldismeðferðarúrræði fyrir menn sem höfðu ítrekað hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot. 

Geðsvið Landspítala

Elsa Bára byrjaði 2007 hjá Geðsviði Landspítala bæði á Teigi og á göngudeild geðsviðs. Teigur er vímuefnameðferð á dagdeild, byggð á hugrænni atferlismeðferð í hópi og einstaklingsmeðferð. Á göngudeild sinnti hún fólki með ýmis konar vanda og hafði umsjón með hópmeðferðarúrræðum og fræðslu bæði á geðsviðinu og öðrum stofnunum sem fengu þjónustu þaðan s.s. háskólar og heilsugæsla. Elsa starfaði einnig á innlagnardeildum á geðsviði, bæði fjölkvilladeild og fíknigeðdeild. 

 

Transteymi

Frá 2013 hefur Elsa Bára einnig sinnt starfi sálfræðings í Transteymi Landspítala. Transteymið er þverfaglegt teymi sem sinnir greiningu og meðferð fólks sem þarf meðferð vegna ósamræmis á milli kynvitundar sinnar og þess kyns sem var ákvarðað við fæðingu. Starf sálfræðings í teyminu er greining og mat á geðheilsu, fræðsla og stuðningur við transfólk og fjölskyldur þeirra í greiningar- og kynleiðréttingarferlinu. 

Öryggis- og Réttargeðdeild

2014 hóf hún störf á Öryggis- og Réttargeðdeild Landspítala og starfar þar enn. Sjúklingar á Öryggisgeðdeild eru alla jafna langveikt fólk sem er sjálfræðissvipt og er í endurhæfingu á deildinni til lengri tíma en á hefðbundinni móttökugeðdeild. Á Réttargeðdeild dvelja sjúklingar sem hafa framið alvarleg brot en eru ósakhæfir vegna veikinda sinna. Þar fer einnig fram langtímaendurhæfing í þverfaglegu teymi og starf sálfræðings er meðal annars greining og meðferð sem og ítarlegar matsgerðir fyrir dómstóla s.s. persónuleikamat, ofbeldisáhættumat og fleira vegna dóma eða rýmkunar af Réttargeðdeild. 

Hringsjá

Frá 2011 hefur Elsa Bára starfað í hlutastarfi hjá Hringsjá sem er náms- og starfsendurhæfingarúrræði. Skjólstæðingar Hringsjár er fólk sem hefur vegna fötlunar, veikinda eða slysa dottið út af vinnumarkaði og þarf á endurhæfingu að halda til að komast aftur í nám eða á vinnumarkað. Úrræðið byggist á stuttum námskeiðum og fullu námi yfir þrjár annir þar sem fólki gefst kostur á miklum stuðningi vegna námserfiðleika, félagslegs vanda eða geðheilsu. Elsa Bára heldur námskeið, kennir geðheilsusálfræði og sinnir einstaklingsmeðferð í Hringsjá. 

 

Sálfræðistofa

Elsa Bára hefur starfað á eigin vegum á stofu frá árinu 2007 samhliða öðrum störfum og er nú með stofu hjá Domus mentis geðheilsustöð. Þar hefur hún sinnt fólki með margvíslegan vanda og haldið námskeið í reiðistjórnun. Ýmsar stofnanir og fyrirtæki hafa nýtt sér þjónustu Elsu Báru fyrir sína skjólstæðinga og starfsmenn s.s. Virk, barnavernd og félagsþjónustur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem hafa óskað eftir greiningum, mati á forsjárhæfni eða meðferð sem og handleiðslu og fræðslu fyrir fagfólk. 

Endurmenntun

Elsa Bára lauk tveggja ára sérfræðinámi í hugrænni atferlismeðferð á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands, Félags um hugræna atferlismeðferð og Oxford Cognitive Therapy Centre 2017. Hún hefur einnig sótt eftirtalin námskeið í tengslum við störf sín: 

4.-8. desember 2017

Advanced Violence Risk Assessment Workshop. 

Á vegum Protect International. Leiðbeinandi: Kelly A. Watt, Ph.D.

 

35 tímar

 

21.-25. ágúst 2017 

Foundational Violence Risk Assessment and Management Workshop.

Á vegum Protect International. Leiðbeinandi: Kelly A. Watt, Ph.D.

 

35 tímar 

 

September 2015 - júní 2017

Sérfræðinám í hugrænni atferlismeðferð á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands, 

Félags um hugræna atferlismeðferð og Oxford Cognitive Therapy Centre. 

 

1805 tímar (64 ECTS)

 

29. otóber 2015

To assess or not to assess that is the question! Assessing violent behaviour using the violence triage and structured professional judgement. Á vegum Sálfræðingafélags Íslands/Fagdeildar um réttarsálfræði.

Leiðbeinandi: Stephen D. Hart, Ph.D.

 

3 tímar

 

30-31.október 2014

Historical Clinical Risk 20 Version 3 (HCR-20v3) Workshop. Á vegum ProActive Resolutions Inc. Leiðbeinandi: Stephen D. Hart Ph.D.

 

14 tímar

 

16. maí 2014

Streituþættir í lögreglustarfi. Á vegum Fagdeildar SÍ um réttarsálfræði og Embættis Ríkislögreglustjóra. Leiðbeinandi: Gary S. Aumiller.

 

3 tímar

 

12. mars 2014 

A hybrid transdiagnostic and specific CBT approach to "Medically Unexplained Symptoms" (MUS): Masterclass. Á vegum EHÍ. Leiðbeinandi: Poul Salkovskis.

 

7,33 tímar (11 kennslustundir)

 

25. september 2013 

Cognitive Therapy for Depression. Á vegum EABCT. Leiðbeinandi: Judith Beck.

 

7 tímar

 

26. september 2013 

Therapist Drift: Why Good people do Dumb things, and How to Get Back on Track. Á vegum EABCT. Leiðbeinandi: Glenn Waller.

 

3 tímar

 

26. september 2013 

Facilitating the Competence of Others: Improving your Effectiveness as a CBT Supervisor. Á vegum EABCT. Leiðbeinendur: Sarah Corrie og Michael Worrell.

 

3 tímar

 

6. -7. mars 2013

Cognitive Processing Therapy (CPT)

Á vegum Félags um hugræna atferlismeðferð. Leiðbeinandi: Dr. Patricia Resick.

 

16 tímar

 

28. janúar - 2. apríl 2011

Störf sálfræðinga í forsjár- og umgengnisdeilum. Á vegum Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði.

 

40 tímar

 

15.-16. júní 2009 

From Chaos to Clarity: Collaborative Case Conceptualization. Á vegum Cognitive Workshops. 

Leiðbeinandi: Dr. Christine Padesky.

 

12 tímar

22. október 2009

Námskeið í handleiðslu. Á vegum Félags um hugræna atferlismeðferð. Leiðbeinandi: David Westbrook.

 

8 tímar

 

10. júní 2009

Námskeið í sjálfsvarnarleiðum. Á vegum Landspítala, geðsviðs. Leiðbeinandi: Jón Snorrason.

 

8 tímar (12 kennslustundir)

 

14. maí 2009 

Samhygð - hæfileikinn til að setja sig í spor annarra. Á vegum Félags um hugræna atferlismeðferð. Leiðbeinandi: Guðbrandur Árni Ísberg.

 

4 tímar

 

23. janúar 2009

Fyrirlögn, mat og túlkun á WISC-IV(IS). Á vegum Námsmatsstofnunar. 

Leiðbeinendur: Einar Guðmundsson og Sigurgrímur Skúlason.

 

9 tímar

 

26.-28. maí 2008

Reasoning and Rehabilitation Program 2 for Youths and Adults. Á vegum Landspítala. 

Leiðbeinendur: Susan Young og Brynjar Emilsson.

 

24 tímar

 

8.-9. maí 2008

Siðareglunámskeið Sálfræðingafélags Íslands.

 

10 tímar

 

28.-29. mars 2008

Relapse Prevention and Harm Reduction in the treatment of Alcohol Problems. Á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og Félags um hugræna atferlismeðferð. Leiðbeinandi: Alan Marlatt, Ph.D.

 

12 tímar (18 kennslustundir)

 

7.-8. desember 2007

Obsessive Compulsive Disorder. Á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands, Félags um hugræna atferlismeðferð og Oxford Cognitive Therapy Centre. Leiðbeinandi: David Westbrook.

 

14 tímar (21 kennslustund)

 

7.-8. maí 2007

Ofvirkni fullorðinna. Á vegum Endurmenntunar Háskóla Ísland og Landspítala Háskólasjúkrahúss. Leiðbeinandi: Dr. Susan Young og Gísli H. Guðjónsson.

 

14 tímar (21 kennslustund)

 

21.-22. júlí 2007

ADHD og autismespectrumforstyrrelser hos voksne.

Á vegum Psykologfagligt Forum, Psykiatrisk Hospital i Århus.

 

12 tímar  

 

Mars 2006 - Febrúar 2007

Supervisions- og træningsgruppe for psykologer med henblik på autorisation

(Eins árs formlegt handleiðslunámskeið fyrir sálfræðinga)

Leiðbeinandi: John Gurnæs

 

80 tímar

 

11. - 14. desember 2006

AMU-Kursus: Myndigheldskommunikation med nydanske unge

(Námskeið á vegum endurmenntunar fangelsismálastofnunar í Danmörku um unga innflytjendur)

 

28 tímar 

 

6.-7. desember 2006

Årsmøde for programinstruktører. Á vegum Kriminalforsorgens uddannelsescenter.

 

12,5 tímar

 

29.-30. nóvember 2005

Årsmøde for programinstruktører. Á vegum Kriminalforsorgens uddannelsescenter.

 

12,5 tímar

 

 

23. nóvember 2005

Kognitiv adfærdsterapi ved angsttilstande.

Á vegum Klinik for Angst og Personlighedsforstyrrelser, Team 1, Århus Universitetshospital, Psykiatrisk Hospital.

 

6 tímar 

 

11. - 15. apríl 2005

Kriminalforsorgens Civile Uddannelse, KCU 1

 

34 tímar 

 

30. - 10. september 2004

Training for the Violence Prevention Program. Á vegum Justitsministeriet, Direktoratet for Kriminalforsorgen, Straffuldbyrdelseskontoret (Danmörk) og Correctional Services Canada.

Leiðbeinendur: Anthony J. Coker og Reyhan Yazar.

 

60 tímar

 

Samtals: 2334 fræðslustundir 

 

Þar af 80 í formi hóphandleiðslunámskeiðs og 1808 stunda sérnám í hugrænni atferlismeðferð. 

MENNTUN
  • Endurmenntun Háskóla Íslands, Sérfræðinám í hugrænni atferlismeðferð, 2017

  • Aarhus Universitet, Cand. psych., 2003

  • Háskóli Íslands, BA í Sálfræði og Uppeldis- og menntunarfræði, 1998

  • Oslo Universitet, Pedagogikk Grunnfag, 1997

SÉRFRÆÐIÞEKKING
  • Hugræn atferlismeðferð

  • Þunglyndi 

  • Kvíðaraskanir

  • Reiðistjórnun

  • Ofbeldi og áhættumat

  • Fíknivandi

  • Kynvitund / Transfólk

  • Geðhvörf og geðrofssjúkdómar

  • ​Sálfræðilegt mat fyrir barnavernd og dómstóla

  • Endurhæfing

bottom of page