GREINING
Í upphafi meðferðar er farið yfir ástæðu komu og bakgrunn þess sem óskar eftir meðferð. Að því loknu er gerð kortlagning af vandanum og meðferðarmarkmið sett í sameiningu.
Við greiningu eru gjarnan notaðir matslistar og ákveðin viðtalsform sem hjálpa til við að kortleggja vandann og velja viðeigandi meðferð.
MEÐFERÐ
Meðferð hjá sálfræðingi er samstarf skjólstæðingsins og sálfræðings. Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga getur skjólstæðingur haft áhrif á það hvaða vanda hann vill vinna með og hvaða meðferð er notuð.
Elsa Bára vinnur að miklu leyti með aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem hafa verið gagnreyndar og eru oft fyrsta val samkvæmt klínískum leiðbeiningum um bestu eða ákjósanlegustu meðferð.
Meðferð getur verið mislöng eftir eðli og umfangi vandans en að öllu jöfnu skal Hugræn atferlismeðferð vera skammtímameðferð.