top of page

REIÐISTJÓRNUN

Námskeiðið

Námskeið í reiðistjórnun getur verið árangursríkt til að ná tökum á viðbrögðum við reiði og öðrum erfiðum tilfinningum. 

Námskeiðið er í tíu skipti, tveir tímar í senn og fer fram tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum, samtals 20 klukkustundir. 

Þátttakendur

Þátttakendur geta verið allt að 12 en hafa að jafnaði verið um 7 á hverju námskeiði undanfarin ár. Það er létt og skemmtilegt andrúmsloft á námskeiðinu þó að efnið geti verið alvarlegt og hver og einn metur hvernig hann tekur þátt í umræðum og verkefnum sem eru hverju sinni. 

Fyrirkomulag

Fyrirkomulagið er á þá leið að í hverjum tíma er fræðsla og yfirferð á verkefnum sem þátttakendur hafa unnið heima auk þess sem kenndar eru ýmsar aðferðir og æfingar í hugrænni atferlismeðferð við reiðivanda. Umræður og spurningar frá þátttakendum eru einnig mikilvægir liðir í námskeiðinu.

Markmið

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri að þekkja og skilja reiði og eigin reiðiviðbrögð og geti tileinkað sér leiðir til að hafa betri stjórn á eigin tilfinningum og hegðun.

Aðferðir

Aðferðirnar eru byggðar á hugrænni atferlismeðferð, hafa verið árangursmældar og eru því gagnreyndar aðferðir. Námskeiðið hefur verið árangursmælt sem Cand. psych. verkefni Ástdísar Þorsteinsdóttur sálfræðings við Háskóla Íslands.

 

TÖK Á TILVERUNNI

 

Elsa Bára hefur um nokkurra ára skeið verið með námskeið hjá Hringsjá náms- og starfsendurhæfingu. Námskeiðið heitir Tök á tilverunni (einnig kallað TÁT) og er byggt á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). 

 

Á námskeiðinu sem er 10 skipti eru kenndar undirstöðuaðferðir í hugrænni atferlismeðferð. Þátttakendur fá meðal annars fræðslu um kvíða, þunglyndi, streitu, svefn og reiði og auk þess sem þeir læra aðferðir til að leysa vandamál, setja sér markmið og fleira.

 

HAM - VIÐ ÞUNGLYNDI OG KVÍÐA

Hugræn atferlismeðferð við einkennum þunglyndis og kvíða.

Elsa Bára hefur einnig verið með námskeið í hugrænni atferlismeðferð til að takast á við kvíða og þunglyndi. Þessi námskeið geta verið 5-6 skipti og lögð er áhersla á að vinna með óhjálplegar hugsanir og rjúfa vítahring óhjálplegra hugsana og hegðunar sem hafa viðhaldið erfiðum tilfinningum.

 

HAM - MEÐ HANDBÓK REYKJALUNDAR

 

Hugræn atferlismeðferð- Handbók Reykjalundar

Reykjalundur hefur gefið út handbók og verkefnabók á íslensku um Hugræna atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða. 

 

Elsa Bára hefur á undanförnum árum unnið með þessa handbók með nemendum Hringsjár sem eru í fullu námi sem endurhæfingu. Um er að ræða hópmeðferð í allt að 12 skipti samkvæmt meðferðarhandbókinni þar sem hver og einn þátttakandi kortleggur eigin vanda og tileinkar sér leiðir til að takast á við vandann.  

 

Elsa Bára getur boðið hópum að nýta sér námskeið af þessu tagi þar sem farið er yfir efni bókarinnar að hluta eða í heild samkvæmt nánara samkomulagi.

FRÆÐSLA OG ERINDI FYRIR HÓPA

Fræðsla um geðheilbrigði og önnur mál.

Eftir 15 ára reynslu sem sálfræðingur á mörgum mismunandi sviðum býr Elsa Bára yfir mikilli reynslu og þekkingu á geðheilbrigðismálum og málefnum þeim tengdum. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og fræðsluerinda fyrir faghópa, nemendur og aðra áhugasama um þunglyndi, kvíða, reiði og reiðistjórnun, persónuleikaraskanir, geðrofssjúkdóma, vímuefnavanda og vímuefnameðferð, ofbeldi, áhættumat vegna ofbeldis, transfólk og fleira og tekur gjarnan að sér fyrirlestra og fræðslu fyrir hópa eða á ráðstefnum.   

NÁMSKEIÐ Í BOÐI

  • Námskeið í reiðistjórnun

  • Tök á tilverunni

  • Ham við þunglyndi og kvíða

  • Ham með handbók Reykjalundar

  • Fræðsla og erindi fyrir hópa

bottom of page